Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Lærlingurinn Danival Ísak

DPP_0027Í gær mætti afastrákurinn Danival Ísak með með mér í vinnuna. Við byrjuðum auðvitað á að fara í Múrbúðina á Kletthálsi og kaupa okkur verkfæri og vinnufatnað. Síðan var haldið af stað í vinnuna að byggja sólpall. Í kaffitímanum hafði hann orð á því hvort við ættum ekki bara að sleppa þessum sólpalli og byggja heldur blokk í staðinn.  

DPP_0033Sæmi langafi kom í heimsókn á vinnustaðinn og tók verkið út. Hann kenndi lærlingnum á hallamál og vinkil. Hann laumaði einnig út ýmsum praktískum ráðum sem iðnaðarmenn þurfa að hafa á hreinu. Danival Ísak er búinn að taka ákvörðun um að verða smiður eins og afi þegar hann verður stór. Á myndina má sjá múrarameistarann Sæma, húsasmíðalærlinginn Daníval Ísak og húsasmíðameistarann Kjartan í pásu.

DPP_0009

Sjaldan hef ég séð duglegri og klárari lærling að störfum en Danival Ísak. Þótt snáðinn sé bara 5 ára þá gefur hann ekkert eftir. Umsamin laun voru kr 100 á tímann og matur í hádeginu ásamt meðlæti í kaffitímum. Kappinn skilaði 9 tímum og fékk því kr 900 útborgað að loknum vinnudegi. Hvað hann ætlar að gera við aurana er eitthvað óljóst en hann hafði nú orð á því að hann þyrfti að bæta við sig eitthvað af DPP_0044verkfærum.

 

Fleiri myndir af fyrsta vinnu-degi Danivals Ísak verða settar inn á www.kastljos.is um helgina. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband