Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Börn eru engir kjánar.

Rétt eins og fullorðnir þá hafa krakkar skoðanir á hlutunum. Hinsvegar eru lítið tekið mark á því þau hafa til málanna að leggja. Þessir krakkar í bekk 53 í Hólabrekkuskóla eru mjög meðvituð og pæla mikið í lífinu og tilverunni. Þau eru afar einlæg og setja skoðanir sínar fram á einfaldan og skiljanlegan hátt. Ef til vill er það sem okkur vantar. Umræðan er oft á tíðum þung og klunnaleg, uppfull af einhverjum klisjum, sem enginn venjulegur maður botnar í og fyrr en varir sitjum við uppi með einhverjar vanhugsaðar ákvarðanir.

Krakkar í bekk 53 eru útnefndir Varðliðar umhverfisins og þeim titli fylgir sú ábyrgð að standa vörð um umhverfið. Þau átta sig vel á þessu hlutverki sem þeim hefur verið falið og því ákváðu þau að senda frá sér þessa fréttatilkynningu til allra fjölmiðla. Ekki verður annað sagt en að frumraunin  í þessu nýja hlutverki hafi tekist nokkuð vel og hafi e.t.v. vakið einverja  til umhugsunar.

Til gamans má geta þess að útnefninguna hlutu þau fyrir verkefni sitt Ruslpóstur  sem er glærusýning í powerpoint. Hver veit nema að það framtak þeirra hafi orðið til þess að vekja stjórnendur Sorpu og Fréttablaðsins til umhugsunar og breyta viðhorfum þeirra þannig að samningur þeirra á milli varð að veruleika. 

Börn eru engir kjánar. Stjórnmálamenn, ráðamenn og fólk almennt þarf að hlusta á þau og taka tillit til skoðana þeirra. Verðlaunaverkefnið Ruslpóstur er hægt að skoða á heimasíðu bekkjarins.

Undirritaður er umsjónarkennari krakkana og mátti til með að senda inn þessa færslu.


mbl.is „Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband