Íslensku möppudýrin

 

Það er skelfilegt að vera Íslendingur og verða vitni að framgöngu yfirvalda í þessu máli. Auðvitað hafa möppudýrin lögin og reglugerðirnar með sér í málinu sem gefur þeim rétt til að splundra fjölskyldunni með þessum hætti. Þvílík grimmd. Möppudýin neituðu að nota þá leið sem sem í boði var og hefði verið mun farsælli bæði fyrir fólkið og líka fyrir stolta Íslendinga. Ég upplifi mikla skömm sem Íslendingur og það ekki í fyrsta skipti þegar kemur að framkomu Íslendinga gagnvart innflytjendum sem hingað koma.

Ég vona svo sannarlega að þetta mál fái farsælan endir og það gerist bara með þeim hætti að barnið fái að hitta föður sinn sem fyrst og að fjölskyldunni verði gert kleyft að sameinast á ný.


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já! Þetta er hið versta mál og frekar einkennilegt, rasismi????? kannski! Hver veit? Er Katja búin að opna kortið?????

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Íslendingar eru ótrúlegir smáborgarar. Þeir halda að heimurinn snúist um þá. Við erum mjög fordómafull og hér þrífst bullandi rasismi þó svo að við neitum að viðurkenna það. Það ekki létt fyrir útlendinga að aðlagast samfélagi sem lítur niður á þá.

Katya er búin að opna kortið og er nú leiðinni til Úkraínu að kaupa brúðkaupsgjöfina. Við ætlum að mæta verða verða vitni að því þegar Bjössi Run verður dreginn upp að altarinu þar sem hann kemur að öllum líkindum til með að játast Ellu Sprellu bloggkerlingu.

Annars leist mér vel á frístundaiðju Bjössa Run og ekki væri amalegt að hafa svona gaddavírsskúlptúr eftir kappann hangandi uppi á vegg hjá sér í nýju kytrunni í Keflavík. Nú þarf maður sennilega að setjast niður með gaurnum og krapa við hann um verð á pjátrinu. Annars verða alvöru listamenn aldrei dýrir fyrr en þeir eru komnir undir græna, svo það ætti nú ekki að vera mikið mál.

Kjartan Sæmundsson, 13.7.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband