Þreyttur skáti og glaður læknir

081012_0594webÞað er mikið að gera hjá táningnum okkar henni Anastasiyu. Í haust byrjaði hún í skátunum og um helgina fór hún í fyrstu skátaútilegu. Þar var hún vígð og kom dauðþreytt heim seinnipartinn í dag með þennan líka flotta hálsklút. Mér skilst að hann megi aðeins taka niður þegar hún fer í sturtu. Svo er hún líka í Tónlistaskólanum að læra á þverflautu. Hún valdi sjálf að fara í fermingarfræðslu og að syngja í kirkjukórnum. Á miðvikudögum er hún í ævintýraklúbbi í félagsmiðstöðinni hérna í Keflavík. Á laugardögum stundar hún nám í ræðumennsku og latínu við Háskólann í Reykjavík. Í dag spurði ég hana hvað henni finnist nú skemmtilegast af öllu því sem hún hefur tekið fyrir hendur í haust, hvort hún vildi nú ekki sleppa einhverju. Henni finnst allt þetta æðislegt og vill ekki sleppa neinu. Í dag á hún fleiri vinkonur en hún getur talið á fingrum sér. Fyrir það er ég mjög þakklátur.  

081003_0573web2Katya er líka í skýjunum þessa dagana líka því síðan hennar www.minheilsa.net  fékk smá umfjöllun í Vikunni um nálamotturnar sem hún er að flytja inn og selja þar. Aukakilóin mín ganga líka ágætlega í kreppunni og um helgina var ég að uppfæra síðuna heilmikið. Um síðustu helgi fórum við á árshátíð SÁÁ og þá var þessi mynd tekin.

vikan01cÉg bloggaði tvisvar í vikunni um ástandið og óbeit mína á ýmsum ráðamönnum sem mér finnst hafa staðið sig illa. Ég tók þessar færslur út því þótt þessir menn hafi ollið miklum usla í samfélaginu þá er nú best að grufla ekki um of yfir ástandinu. Svona sjálfs síns vegna. Þrátt fyrir allt þá höfum við Katya það bara bærilegt, skuldum lítið og erum í nokkuð öruggri vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Ingi Andreuson

Rosalega er Anastasiya mikið krútt með þennan hálsklút.

Eyjólfur Ingi Andreuson, 16.10.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband