1.1.2008 | 19:00
Nýárskveðja
Til allra ættingja og vina nær og fjær frá okkur Katerynu og Anastasiyu í Ólafsvík. Með ósk um gott og umfram allt friðsælt komandi ár, með þökk fyrir það liðna
Bloggar | Breytt 7.6.2008 kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 19:59
Hjálparhönd 2006 - Að láta gott af sér leiða.
Fyrir rúmu ári síðan stóðu krakkarnir í bekk 53 við Hólabrekkuskóla fyrir fjáröflunar- skemmtun, til styrktar munaðarlausum börnum í Úkraínu, sem þau kölluðu Hjálparhönd 2006. Alls söfnuðust rúmlega 150,000 krónur í þessari söfnum sem notaðar voru til að kaupa lyf, hjúkrunarvörur húsgögn og fleira fyrir börnin á munaðarleysingjaheimilinu. Árið áður höfðu þau staðið fyrir jólapakkasöfnum í skólanum sínum sem sendir voru til sömu barna.
Hápunktur sýnigarnar var leikritið The Wall sem krakkarnir í bekknum skrifuðu sjálf og byggt er á samnefndu verki Pink Floyd. Sýningin tókst frábærlega og eiga þessir krakkar heiður skilið fyrir dugnaðin og framtaksemina.
Leikritið var tekið upp á þrjár myndavélar og hefur það efni legið inni í tölvu kennarans. Hann tók sig til núna fyrir jólin og klippti efnið saman og þótt gæðin séu ekki alveg hin bestu þá er alveg ótrúlega gaman að horfa á þessa sýningu. Þarna eru margir mjög frambærileg leikritaskáld og leikararar.
Þeir sem hafa áhuga á geta skoðað þetta frábæra framtak krakkana hér > > > > >
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2007 | 13:40
Meiri rugludallarnir þessir feministar.
Bloggar | Breytt 1.1.2008 kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 13:38
Glæsilegt Björn - Grunnskólakennarar bíða væntanlega spenntir Þorgerður.
Lögreglumenn fá greitt tímabundið álag á laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.9.2007 | 10:07
Barnalæknir í bisness
Nú er Katya kona mín búin að búa hér á Íslandi í tæpa tvo mánuði og það kom í ljós fyrir helgina að hún fær ekki vinnu við sitt hæfi hér á Ólafsvík. Hún hefur starfað sem barnalæknir í heimalandi sínu Úkraínu, í mörg ár.
Það vantar samt ekki frumkvæðið hjá þessari konu því þessa dagana er hún að vinna í að setja upp heimasíðu þar sem hún ætlar að kynna og selja heilsuvörur frá Úkraínu. Síðunni ætlar hún að hleypa af stokkunum um miðjan september en auðvitað er fólki frjálst að kíkja inn og send athugasemdir til hennar. Síðan heitir www.minheilsa.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2007 | 10:45
Lærlingurinn Danival Ísak
Í gær mætti afastrákurinn Danival Ísak með með mér í vinnuna. Við byrjuðum auðvitað á að fara í Múrbúðina á Kletthálsi og kaupa okkur verkfæri og vinnufatnað. Síðan var haldið af stað í vinnuna að byggja sólpall. Í kaffitímanum hafði hann orð á því hvort við ættum ekki bara að sleppa þessum sólpalli og byggja heldur blokk í staðinn.
Sæmi langafi kom í heimsókn á vinnustaðinn og tók verkið út. Hann kenndi lærlingnum á hallamál og vinkil. Hann laumaði einnig út ýmsum praktískum ráðum sem iðnaðarmenn þurfa að hafa á hreinu. Danival Ísak er búinn að taka ákvörðun um að verða smiður eins og afi þegar hann verður stór. Á myndina má sjá múrarameistarann Sæma, húsasmíðalærlinginn Daníval Ísak og húsasmíðameistarann Kjartan í pásu.
Sjaldan hef ég séð duglegri og klárari lærling að störfum en Danival Ísak. Þótt snáðinn sé bara 5 ára þá gefur hann ekkert eftir. Umsamin laun voru kr 100 á tímann og matur í hádeginu ásamt meðlæti í kaffitímum. Kappinn skilaði 9 tímum og fékk því kr 900 útborgað að loknum vinnudegi. Hvað hann ætlar að gera við aurana er eitthvað óljóst en hann hafði nú orð á því að hann þyrfti að bæta við sig eitthvað af verkfærum.
Fleiri myndir af fyrsta vinnu-degi Danivals Ísak verða settar inn á www.kastljos.is um helgina.
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.7.2007 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 12:20
Börn eru engir kjánar.
Rétt eins og fullorðnir þá hafa krakkar skoðanir á hlutunum. Hinsvegar eru lítið tekið mark á því þau hafa til málanna að leggja. Þessir krakkar í bekk 53 í Hólabrekkuskóla eru mjög meðvituð og pæla mikið í lífinu og tilverunni. Þau eru afar einlæg og setja skoðanir sínar fram á einfaldan og skiljanlegan hátt. Ef til vill er það sem okkur vantar. Umræðan er oft á tíðum þung og klunnaleg, uppfull af einhverjum klisjum, sem enginn venjulegur maður botnar í og fyrr en varir sitjum við uppi með einhverjar vanhugsaðar ákvarðanir.
Krakkar í bekk 53 eru útnefndir Varðliðar umhverfisins og þeim titli fylgir sú ábyrgð að standa vörð um umhverfið. Þau átta sig vel á þessu hlutverki sem þeim hefur verið falið og því ákváðu þau að senda frá sér þessa fréttatilkynningu til allra fjölmiðla. Ekki verður annað sagt en að frumraunin í þessu nýja hlutverki hafi tekist nokkuð vel og hafi e.t.v. vakið einverja til umhugsunar.
Til gamans má geta þess að útnefninguna hlutu þau fyrir verkefni sitt Ruslpóstur sem er glærusýning í powerpoint. Hver veit nema að það framtak þeirra hafi orðið til þess að vekja stjórnendur Sorpu og Fréttablaðsins til umhugsunar og breyta viðhorfum þeirra þannig að samningur þeirra á milli varð að veruleika.
Börn eru engir kjánar. Stjórnmálamenn, ráðamenn og fólk almennt þarf að hlusta á þau og taka tillit til skoðana þeirra. Verðlaunaverkefnið Ruslpóstur er hægt að skoða á heimasíðu bekkjarins.
Undirritaður er umsjónarkennari krakkana og mátti til með að senda inn þessa færslu.
Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.7.2007 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)