Eitt ljós fyrir hann pabba

22637440_CandlelightÍ dag fórum við Katya og Anastasiya í Fossvogskirkju og áttum litla samverustund með honum pabba, Sæmund Jóhannsson múrarameistara, sem lést í janúar síðastliðnum. Í dag hefði hann orðið 84 ára. Þessi litla stund sem við áttum með honum þarna í kapellunni í dag var mjög góð. 06061801DKS_06bpEinhvern vegin skynjaði ég nærveru hans og að honum líður vel þar sem hann er.

Pabba er sárt saknað og ég hugsa til hans á hverjum einasta degi. Þessa mynd tók ég af pabba í Kolaportinu vorið 2006. Við röltum stundum um Kolaportið á sunnudögum og drukkum svo kaffi á Cafe Paris. Honum líkaði það karlinum.

 


Bloggfærslur 4. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband