24.12.2008 | 12:39
Jóladiskur Anastasiyu
Hún Anastasiya fósturdóttir mín hefur verið að læra á þverflautu í hálft annað ár. Eins og í fyrra þá tókum við upp nokkur jólalög og brenndum á geisladiska sem hún sendi út til ættingja og vina. Anastaiya byrjaði að syngja með kirkjukórnum hér í Njarðvík í haust og stefnir á söngnám næsta haust. Á þessum diski syngur hún einnig þrjú lög.
Upptökurnar eru kannski ekki alveg professional enda teknar upp á fartölvuna með Skype mikrafon, á skömmum tíma. Uppátækið er mjög hvetjandi fyrir hina ungu tónlistarkonuna, og það er það sem skiptir máli.
Ég er búinn að setja jólalögin hennar Anastasiyu í tónlistarspilarann hér á síðunni svo allir geta notið hæfileika hennar.
Gleðileg jól til allar ættingja og vina, nær og fjær frá okkur hér af Keflavíkurflugvelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)