Mikki refur í heimsókn.

080810_020Í dag fékk ég kærkomna heimsókn í nýju íbúðina okkar hér í Keflavík. Mikki refur ásamt fríðu föruneyti bönkuðu upp hjá mér. Rebbi var svolítið smeykur við afann þar sem karlinn er orðin fúlskeggjaður sem er eingöngu gert til að hrella eiginkonuna sem væntanleg er frá Úkraína á miðvikudaginn. Rebbi jafnaði sig þó fljótt á útiliti karlsins og þar sem hann er kominn niður í kjörþyngd (sjá: www.aukakilo.net) þá var slegið upp pizzaveislu og allir borðuðu sig sadda. Og það líkaði Mikka ref ;)

 


Bloggfærslur 10. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband