28.4.2009 | 23:47
Ruglaður forseti
Hvernig væri að leggja niður þessar orðuveitingar. Forsetinn virðist aldrei hafa komist upp á lag með að nota þær af neinu viti. Í fyrra hengdi hann orðu á einn af glæponum sem komu landinu okkar á hausinn og nú stefnir hann samskiptum okkar við USA í stórhættu.
Aldrei hefur mér nú verið boðin svona orða þó ég hafi nú afrekað ýmislegt merkilegt á lífsleiðinni. Til dæmis er ég búinn að mæta í vinnuna næstum alla daganna í þessum mánuði.
![]() |
Svikin um Fálkaorðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)