5.2.2011 | 21:41
Alger þvæla
Hvað er fólk endalaust að væla um þjóðaratkvæðagreiðslu um hin ólíklegustu mál. Við erum með ríkistjórn sem stjórnar landinu. Látum hana gera það.
Íslendingar eiga auðvitað að borga Æseifið. Ekki spurning. Þetta er ein afleiðing óstjórnar BófaFLokkanna tveggja sem stjórnuðu landinu meira eða minna síðustu 2 áratugina fyrir hrun. Þessir BófaFLokkar voru við völd vegna þess að Íslendingar sjálfir kusu þá sjálfir. Atkvæðisréttinum fylgir töluverð ábyrgð sem fáir virðast gera sér grein fyrir.
Einkennilegur andskoti að meirihluti Íslendingar vilja nú, samkvæmt skoðandakönnunum, fá þessa sömu BófaFLokka aftur við völd.
Auðvitað eigum við að reyna að komast inn í ESB. Ekki spurning. Auðlindirnar hafa hvort eð er verið á hendi fárra sem hafa braskað með þær.
Hættið svo þessu nöldri og gerið ykkur glaðan dag. . . . . . !
Vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.