Hjálparhönd 2006 - Að láta gott af sér leiða.

HOL06113001DKS_192bFyrir rúmu ári síðan stóðu krakkarnir í bekk 53 við Hólabrekkuskóla  fyrir fjáröflunar- skemmtun, til styrktar munaðarlausum börnum í Úkraínu, sem þau kölluðu Hjálparhönd 2006. Alls söfnuðust rúmlega 150,000 krónur í þessari söfnum sem notaðar voru til að kaupa lyf, hjúkrunarvörur húsgögn og fleira fyrir börnin á munaðarleysingjaheimilinu. Árið áður höfðu þau staðið fyrir jólapakkasöfnum í skólanum sínum sem sendir voru til sömu barna.

Hápunktur sýnigarnar var leikritið The Wall sem krakkarnir í bekknum skrifuðu sjálf og byggt er á samnefndu verki Pink Floyd. Sýningin tókst frábærlega og eiga þessir krakkar heiður skilið fyrir dugnaðin og framtaksemina.

Leikritið var tekið upp á þrjár myndavélar og hefur það efni legið inni í tölvu kennarans. Hann tók sig til núna fyrir jólin og klippti efnið saman og þótt gæðin séu ekki alveg hin bestu þá er alveg ótrúlega gaman að horfa á þessa sýningu. Þarna eru margir mjög frambærileg leikritaskáld og leikararar.

Þeir sem hafa áhuga á geta skoðað þetta frábæra framtak krakkana hér > > > > >


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.12.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband