28.11.2008 | 11:57
Barnalegt virðingarleysi
Mér finnst það alveg makalaust hvað fólk getur sýnt útför litla virðingu með því að gera lítið úr líkkistunni. Sumir tala um að það væri bara í fínu lagi að láta jarðsetja sig í óvandaðri krossviðarkistu eða jafnvel í pappakassa. Rökin eru þau að þetta verði hvort sem er brennt í ofni eða grafið í jörðu.
Er þá ekki, með sömu rökum, hægt að bera fram Frónkex og vatn í erfidrykkjunni því veitingarnar lenda hvort sem er í klósettinu???
![]() |
Líkkistusvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 23:40
Þungt yfir þjóðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 13:35
Myndir frá mótmælunum í gær á kastljos.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 23:38
Þau voru til staðar fyrir mig á sínum tíma.
SÁÁ
SÁÁ eru samtök sem hafa reynst mér vel í gegnum árin. Samtökin eiga nú við mikin rekstrarvanda að stríða. Á þessum tímun sem við lifum við í dag hefur þörfin fyrir SÁÁ aldrei verið meiri. Gangtu í lið með okkur og skráðu þig sem félaga í SÁÁ með því að smella á myndina hér að neðan
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 23:31
Eitt ljós fyrir hann pabba
Í dag fórum við Katya og Anastasiya í Fossvogskirkju og áttum litla samverustund með honum pabba, Sæmund Jóhannsson múrarameistara, sem lést í janúar síðastliðnum. Í dag hefði hann orðið 84 ára. Þessi litla stund sem við áttum með honum þarna í kapellunni í dag var mjög góð.
Einhvern vegin skynjaði ég nærveru hans og að honum líður vel þar sem hann er.
Pabba er sárt saknað og ég hugsa til hans á hverjum einasta degi. Þessa mynd tók ég af pabba í Kolaportinu vorið 2006. Við röltum stundum um Kolaportið á sunnudögum og drukkum svo kaffi á Cafe Paris. Honum líkaði það karlinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)