Pappírsbrúðkaup

ODS070412_289bwebNæstkomandi laugardag þann 12. apríl eigum við Katya 1. árs brúðkaupsafmæli. Af því tilefni verður opið hús alla helgina að Túnbrekku 10b í Ólafsvík. Allir ættingjar, vinir, samstarfsfólk og svo frv. eru hjartanlega velkomnir. Boðið verður uppá Úkrainska súpu að hætti Kötju og e.t.v. eitthvað fleira. Anastasyia tekur nokkur lög á þverflautuna sína.

Við höfum nægt pláss fyrir næturgesti ef einhverjir vilja notfæra sér það. Frá Reykjavík til Ólafsvíkur er tæplega tveggja tíma akstur á löglegum hraða.

Með kveðju

Katya og Kjartan

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband