15.8.2008 | 23:58
Æðislegur unglingur.
Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég litla fósturdóttur, Anastasiyu þegar við mamma hennar giftum okkur. Þær mæðgurnar eru búnar að vera í Ukrainu í heilan mánuð og komu heim s.l. miðvikudagskvöld. Ég var mætti auðvitað í Leifsstöð, uppáklæddur með blómavendi og breytt útlit sem átti bara að vera tímabundið. Eiginkonan Kateryna var hinsvegar hæstánægð með nýja útlitið á ellimenninu og sagði það hafa yngst upp um a.m.k. 20 ár. Svo nú sit ég uppi með lélegan brandara í andlitinu og óska þess innilega að ég hefði aldrei tekið upp á þessari vitleysu. Það urðu miklir fagnaðarfundir og auðvitað tókum við myndir þegar fjölskyldan sameinaðist að nýju.
Á mjög stuttum tíma hefur Anastasiya breyst mikið og siglir nú hraðbyr inn í táningsárin. Pælingarnar í kollinum á henni eru alveg ótrúlegar og það er mjög fróðlegt að sitja með henni í sófanum og spjalla við hana um heima og geima.
Nú taka spennandi tímar við. Nýtt umhverfi, nýr skóli og vonandi nýir vinir. Ég vona svo sannarlega að það verði tekið vel á móti henni Anastasiyu minni og að henni megi líða sem allra best hér í Keflavík.
Bloggar | Breytt 16.8.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2008 | 22:58
Mikki refur í heimsókn.
Í dag fékk ég kærkomna heimsókn í nýju íbúðina okkar hér í Keflavík. Mikki refur ásamt fríðu föruneyti bönkuðu upp hjá mér. Rebbi var svolítið smeykur við afann þar sem karlinn er orðin fúlskeggjaður sem er eingöngu gert til að hrella eiginkonuna sem væntanleg er frá Úkraína á miðvikudaginn. Rebbi jafnaði sig þó fljótt á útiliti karlsins og þar sem hann er kominn niður í kjörþyngd (sjá: www.aukakilo.net) þá var slegið upp pizzaveislu og allir borðuðu sig sadda. Og það líkaði Mikka ref ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)