Æðislegur unglingur.

080813_027webFyrir rúmu ári síðan eignaðist ég litla fósturdóttur, Anastasiyu þegar við mamma hennar giftum okkur. Þær mæðgurnar eru búnar að vera í Ukrainu í heilan mánuð og komu heim s.l. miðvikudagskvöld. Ég var mætti auðvitað í Leifsstöð, uppáklæddur með blómavendi og breytt útlit sem átti bara að vera tímabundið. Eiginkonan Kateryna var hinsvegar hæstánægð með nýja útlitið á ellimenninu og sagði það hafa yngst upp um a.m.k. 20 ár. Svo nú sit ég uppi með lélegan brandara í andlitinu og óska þess innilega að ég hefði aldrei tekið upp á þessari vitleysu. Það urðu miklir fagnaðarfundir og auðvitað tókum við myndir þegar fjölskyldan sameinaðist að nýju.

Á mjög stuttum tíma hefur Anastasiya breyst mikið og siglir nú hraðbyr inn í táningsárin. Pælingarnar í kollinum á henni eru alveg ótrúlegar og það er mjög fróðlegt að sitja með henni í sófanum og spjalla við hana um heima og geima.  

Nú taka spennandi tímar við. Nýtt umhverfi, nýr skóli og vonandi nýir vinir. Ég vona svo sannarlega að það verði tekið vel á móti henni Anastasiyu minni og að henni megi líða sem allra best hér í Keflavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Jóhannsdóttir

Sæll Kjartan, ég bara varð að kíkja á síðuna þín, nú er skólinn byrjaður og það er mjög leiðinlegt að hafa þig ekki lengur. Herbert greyið er orðinn svo leiður á að vera eini karlmaðurinn með okkur!! En vonandi líður ykkur vel í Keflavík og ég vona að þú verðir að vinna með almennilegu fólki í skólanum. Það er alveg þrælskrítið að sjá þig með svona skegg!!!

Rannveig Jóhannsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Ég bið að heilsa Herbert og stúlkunum þarna á Sandi. Annars ertu velkomin í heimsókn hingað í Keflavík við tækifæri. Þú getur þá tekið út óræktina sem ég er búinn að koma mér upp í andlitinu. Þ.e.s. ef mér tekst ekki að semja við konuna um að svíða hana burt.

Kjartan Sæmundsson, 17.8.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Eyjólfur Ingi Andreuson

já haha. Bæði dóturin og þú hafa breyst svolítið. Takk fyrir sumarið! Og herumst/skrifumst/sjáumst

Eyjólfur Ingi Andreuson, 22.8.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband