Íslensku möppudýrin

 

Það er skelfilegt að vera Íslendingur og verða vitni að framgöngu yfirvalda í þessu máli. Auðvitað hafa möppudýrin lögin og reglugerðirnar með sér í málinu sem gefur þeim rétt til að splundra fjölskyldunni með þessum hætti. Þvílík grimmd. Möppudýin neituðu að nota þá leið sem sem í boði var og hefði verið mun farsælli bæði fyrir fólkið og líka fyrir stolta Íslendinga. Ég upplifi mikla skömm sem Íslendingur og það ekki í fyrsta skipti þegar kemur að framkomu Íslendinga gagnvart innflytjendum sem hingað koma.

Ég vona svo sannarlega að þetta mál fái farsælan endir og það gerist bara með þeim hætti að barnið fái að hitta föður sinn sem fyrst og að fjölskyldunni verði gert kleyft að sameinast á ný.


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband