Mótorhjólagella

080906_9103webVið fórum á Ljósanótt sem haldin var hér í Reykjanesbæ fyrstu helgina í september. Litla Nadia sem bjó hjá okkur nokkra daga meðan foreldrar hennar voru erlendis tók þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Einnig kom vinur Anastasiyu hann Eyjólfur Ingi í heimsókn til okkar og var með okkur þessa helgi. Allir skemmtu sér konunglega sérstakleg Katya sem virðist haldin óvenjumikilli athyglisþörf þessa dagana.

Það er gott að búa í Reykjanesbæ. Hér var vel tekið á móti okkur og það var ánægjulegt að hlusta á bæjarstjórann Árna Sigfússon í setningarræðu Ljósahátíðar, þar sem hann lagði áherslu á stefnu bæjarins í nýbúamálum.  Þetta  er mikilvægt fyrir okkar fjölskyldu sem erum nýflutt í þetta samfélag utan af landi þar sem móttökurnar voru vægast sagt ekki eins góðar. Setningunni lauk með því að öll grunnskólabörn hér í Reykjanesbæ slepptu mislitum blöðrum sem tákn fyrir fjölbreytileikann meðal íbúa bæjarins.Við hittum mikið af fólki þessa helgi.

Ég rakst á gamla skólafélaga síðan úr Reykjanesi 1973. Anastasiya var að skemmta sér alla helgina með vinum sínum og Eyjólfi. Við hittum einnig Olgu og Ilya sem eru frá Moskvu og voru hér í 3 vikna heimsókn. Olga og Ilya höfðu mikinn áhuga á Herbalife og eru núna orðnir dreifingaraðilar í Moskvu. Hápunkturinn var svo flugeldasýningin á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum Komu Kristján og Lena í heimsókn og við fórum á ballettsýningu Konunglega Sænska ballettskólans sem sumum fannst ekkert sérlega skemmtileg.

Myndir frá Ljósanótt 2008 er hægt að skoða á nýja fjölskylduvefnum okkar www.augnablik.com sem er í smíðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband