28.4.2009 | 23:47
Ruglaður forseti
Hvernig væri að leggja niður þessar orðuveitingar. Forsetinn virðist aldrei hafa komist upp á lag með að nota þær af neinu viti. Í fyrra hengdi hann orðu á einn af glæponum sem komu landinu okkar á hausinn og nú stefnir hann samskiptum okkar við USA í stórhættu.
Aldrei hefur mér nú verið boðin svona orða þó ég hafi nú afrekað ýmislegt merkilegt á lífsleiðinni. Til dæmis er ég búinn að mæta í vinnuna næstum alla daganna í þessum mánuði.
Svikin um Fálkaorðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2009 | 01:46
Helvítis fockin fokk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 00:08
Snjöll lausn
Hann Baldi frændi var að missa skipstjórnarréttindin sín í Noregi vegna offitu. Baldi fann snjalla lausn og siglir nú um höfin blá í fanta formi. Sjá hér > > >
Of þungir fyrir háloftin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 12:39
Jóladiskur Anastasiyu
Hún Anastasiya fósturdóttir mín hefur verið að læra á þverflautu í hálft annað ár. Eins og í fyrra þá tókum við upp nokkur jólalög og brenndum á geisladiska sem hún sendi út til ættingja og vina. Anastaiya byrjaði að syngja með kirkjukórnum hér í Njarðvík í haust og stefnir á söngnám næsta haust. Á þessum diski syngur hún einnig þrjú lög.
Upptökurnar eru kannski ekki alveg professional enda teknar upp á fartölvuna með Skype mikrafon, á skömmum tíma. Uppátækið er mjög hvetjandi fyrir hina ungu tónlistarkonuna, og það er það sem skiptir máli.
Ég er búinn að setja jólalögin hennar Anastasiyu í tónlistarspilarann hér á síðunni svo allir geta notið hæfileika hennar.
Gleðileg jól til allar ættingja og vina, nær og fjær frá okkur hér af Keflavíkurflugvelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2008 | 11:57
Barnalegt virðingarleysi
Mér finnst það alveg makalaust hvað fólk getur sýnt útför litla virðingu með því að gera lítið úr líkkistunni. Sumir tala um að það væri bara í fínu lagi að láta jarðsetja sig í óvandaðri krossviðarkistu eða jafnvel í pappakassa. Rökin eru þau að þetta verði hvort sem er brennt í ofni eða grafið í jörðu.
Er þá ekki, með sömu rökum, hægt að bera fram Frónkex og vatn í erfidrykkjunni því veitingarnar lenda hvort sem er í klósettinu???
Líkkistusvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 23:40
Þungt yfir þjóðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 13:35
Myndir frá mótmælunum í gær á kastljos.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 23:38
Þau voru til staðar fyrir mig á sínum tíma.
SÁÁ
SÁÁ eru samtök sem hafa reynst mér vel í gegnum árin. Samtökin eiga nú við mikin rekstrarvanda að stríða. Á þessum tímun sem við lifum við í dag hefur þörfin fyrir SÁÁ aldrei verið meiri. Gangtu í lið með okkur og skráðu þig sem félaga í SÁÁ með því að smella á myndina hér að neðan
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 23:31
Eitt ljós fyrir hann pabba
Í dag fórum við Katya og Anastasiya í Fossvogskirkju og áttum litla samverustund með honum pabba, Sæmund Jóhannsson múrarameistara, sem lést í janúar síðastliðnum. Í dag hefði hann orðið 84 ára. Þessi litla stund sem við áttum með honum þarna í kapellunni í dag var mjög góð. Einhvern vegin skynjaði ég nærveru hans og að honum líður vel þar sem hann er.
Pabba er sárt saknað og ég hugsa til hans á hverjum einasta degi. Þessa mynd tók ég af pabba í Kolaportinu vorið 2006. Við röltum stundum um Kolaportið á sunnudögum og drukkum svo kaffi á Cafe Paris. Honum líkaði það karlinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2008 | 20:59
Þreyttur skáti og glaður læknir
Það er mikið að gera hjá táningnum okkar henni Anastasiyu. Í haust byrjaði hún í skátunum og um helgina fór hún í fyrstu skátaútilegu. Þar var hún vígð og kom dauðþreytt heim seinnipartinn í dag með þennan líka flotta hálsklút. Mér skilst að hann megi aðeins taka niður þegar hún fer í sturtu. Svo er hún líka í Tónlistaskólanum að læra á þverflautu. Hún valdi sjálf að fara í fermingarfræðslu og að syngja í kirkjukórnum. Á miðvikudögum er hún í ævintýraklúbbi í félagsmiðstöðinni hérna í Keflavík. Á laugardögum stundar hún nám í ræðumennsku og latínu við Háskólann í Reykjavík. Í dag spurði ég hana hvað henni finnist nú skemmtilegast af öllu því sem hún hefur tekið fyrir hendur í haust, hvort hún vildi nú ekki sleppa einhverju. Henni finnst allt þetta æðislegt og vill ekki sleppa neinu. Í dag á hún fleiri vinkonur en hún getur talið á fingrum sér. Fyrir það er ég mjög þakklátur.
Katya er líka í skýjunum þessa dagana líka því síðan hennar www.minheilsa.net fékk smá umfjöllun í Vikunni um nálamotturnar sem hún er að flytja inn og selja þar. Aukakilóin mín ganga líka ágætlega í kreppunni og um helgina var ég að uppfæra síðuna heilmikið. Um síðustu helgi fórum við á árshátíð SÁÁ og þá var þessi mynd tekin.
Ég bloggaði tvisvar í vikunni um ástandið og óbeit mína á ýmsum ráðamönnum sem mér finnst hafa staðið sig illa. Ég tók þessar færslur út því þótt þessir menn hafi ollið miklum usla í samfélaginu þá er nú best að grufla ekki um of yfir ástandinu. Svona sjálfs síns vegna. Þrátt fyrir allt þá höfum við Katya það bara bærilegt, skuldum lítið og erum í nokkuð öruggri vinnu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)