Færsluflokkur: Bloggar
16.9.2008 | 14:20
Hér eru sagðar fréttir!!!
Ásdís Rán í bráðri lífshættu í Búlgaríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2008 | 16:57
Mótorhjólagella
Við fórum á Ljósanótt sem haldin var hér í Reykjanesbæ fyrstu helgina í september. Litla Nadia sem bjó hjá okkur nokkra daga meðan foreldrar hennar voru erlendis tók þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Einnig kom vinur Anastasiyu hann Eyjólfur Ingi í heimsókn til okkar og var með okkur þessa helgi. Allir skemmtu sér konunglega sérstakleg Katya sem virðist haldin óvenjumikilli athyglisþörf þessa dagana.
Það er gott að búa í Reykjanesbæ. Hér var vel tekið á móti okkur og það var ánægjulegt að hlusta á bæjarstjórann Árna Sigfússon í setningarræðu Ljósahátíðar, þar sem hann lagði áherslu á stefnu bæjarins í nýbúamálum. Þetta er mikilvægt fyrir okkar fjölskyldu sem erum nýflutt í þetta samfélag utan af landi þar sem móttökurnar voru vægast sagt ekki eins góðar. Setningunni lauk með því að öll grunnskólabörn hér í Reykjanesbæ slepptu mislitum blöðrum sem tákn fyrir fjölbreytileikann meðal íbúa bæjarins.Við hittum mikið af fólki þessa helgi.
Ég rakst á gamla skólafélaga síðan úr Reykjanesi 1973. Anastasiya var að skemmta sér alla helgina með vinum sínum og Eyjólfi. Við hittum einnig Olgu og Ilya sem eru frá Moskvu og voru hér í 3 vikna heimsókn. Olga og Ilya höfðu mikinn áhuga á Herbalife og eru núna orðnir dreifingaraðilar í Moskvu. Hápunkturinn var svo flugeldasýningin á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum Komu Kristján og Lena í heimsókn og við fórum á ballettsýningu Konunglega Sænska ballettskólans sem sumum fannst ekkert sérlega skemmtileg.
Myndir frá Ljósanótt 2008 er hægt að skoða á nýja fjölskylduvefnum okkar www.augnablik.com sem er í smíðum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 09:58
Kjósverjar með hjartað á réttum stað.
Fékk styrk til að leysa út vélarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 23:58
Æðislegur unglingur.
Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég litla fósturdóttur, Anastasiyu þegar við mamma hennar giftum okkur. Þær mæðgurnar eru búnar að vera í Ukrainu í heilan mánuð og komu heim s.l. miðvikudagskvöld. Ég var mætti auðvitað í Leifsstöð, uppáklæddur með blómavendi og breytt útlit sem átti bara að vera tímabundið. Eiginkonan Kateryna var hinsvegar hæstánægð með nýja útlitið á ellimenninu og sagði það hafa yngst upp um a.m.k. 20 ár. Svo nú sit ég uppi með lélegan brandara í andlitinu og óska þess innilega að ég hefði aldrei tekið upp á þessari vitleysu. Það urðu miklir fagnaðarfundir og auðvitað tókum við myndir þegar fjölskyldan sameinaðist að nýju.
Á mjög stuttum tíma hefur Anastasiya breyst mikið og siglir nú hraðbyr inn í táningsárin. Pælingarnar í kollinum á henni eru alveg ótrúlegar og það er mjög fróðlegt að sitja með henni í sófanum og spjalla við hana um heima og geima.
Nú taka spennandi tímar við. Nýtt umhverfi, nýr skóli og vonandi nýir vinir. Ég vona svo sannarlega að það verði tekið vel á móti henni Anastasiyu minni og að henni megi líða sem allra best hér í Keflavík.
Bloggar | Breytt 16.8.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2008 | 22:58
Mikki refur í heimsókn.
Í dag fékk ég kærkomna heimsókn í nýju íbúðina okkar hér í Keflavík. Mikki refur ásamt fríðu föruneyti bönkuðu upp hjá mér. Rebbi var svolítið smeykur við afann þar sem karlinn er orðin fúlskeggjaður sem er eingöngu gert til að hrella eiginkonuna sem væntanleg er frá Úkraína á miðvikudaginn. Rebbi jafnaði sig þó fljótt á útiliti karlsins og þar sem hann er kominn niður í kjörþyngd (sjá: www.aukakilo.net) þá var slegið upp pizzaveislu og allir borðuðu sig sadda. Og það líkaði Mikka ref ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 16:10
Íslensku möppudýrin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2008 | 14:54
Það er til lausn við þessu eins og flestu öðru
Ég er hræddur um að ferðakostnaðurinn minn hefði orðið nokkuð hár hefði ég ekki fundið mína lausn í vetur.
Farmiðaverð eftir þyngd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 01:08
Úkraína var langbest í Eurovision í kvöld
Úkraína var með langbesta framlag í Evrovision ever. Ég sendi Ani Lorak þrjú atkvæði í kvöld. Svekkjandi að hún skuli þurfa að lúffa fyrir Rússunum. Ég hef hingað til ekki verið mikill aðdáandi þessarar keppni. Keppnin í kvöld fannst mér mjög skemmtileg. Mörg alveg frábær lög.
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.6.2008 kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2008 | 21:38
Pappírsbrúðkaup
Næstkomandi laugardag þann 12. apríl eigum við Katya 1. árs brúðkaupsafmæli. Af því tilefni verður opið hús alla helgina að Túnbrekku 10b í Ólafsvík. Allir ættingjar, vinir, samstarfsfólk og svo frv. eru hjartanlega velkomnir. Boðið verður uppá Úkrainska súpu að hætti Kötju og e.t.v. eitthvað fleira. Anastasyia tekur nokkur lög á þverflautuna sína.
Við höfum nægt pláss fyrir næturgesti ef einhverjir vilja notfæra sér það. Frá Reykjavík til Ólafsvíkur er tæplega tveggja tíma akstur á löglegum hraða.
Með kveðju
Katya og Kjartan
Bloggar | Breytt 7.6.2008 kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2008 | 22:42
Heiðursmaður fallin frá.
Bloggar | Breytt 7.6.2008 kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er skelfilegt að vera Íslendingur og verða vitni að framgöngu yfirvalda í þessu máli. Auðvitað hafa möppudýrin lögin og reglugerðirnar með sér í málinu sem gefur þeim rétt til að splundra fjölskyldunni með þessum hætti. Þvílík grimmd. Möppudýin neituðu að nota þá leið sem sem í boði var og hefði verið mun farsælli bæði fyrir fólkið og líka fyrir stolta Íslendinga. Ég upplifi mikla skömm sem Íslendingur og það ekki í fyrsta skipti þegar kemur að framkomu Íslendinga gagnvart innflytjendum sem hingað koma.
Ég vona svo sannarlega að þetta mál fái farsælan endir og það gerist bara með þeim hætti að barnið fái að hitta föður sinn sem fyrst og að fjölskyldunni verði gert kleyft að sameinast á ný.